1.4.2009 | 23:15
Aprílgabb
1. apríl kominn og farinn eða því sem næst. Fjölmiðlarnir voru með aprílgabb á hefðbundnum nótum - bjórsmakk í Kringlunni og útsala á merkjavöruhúsgögnum fyrir þá sem misstu af góðærinu.
Sjónvarpið reyndi að senda okkur niðrí húsgrunn Björgólfanna á hafnarbakkanum. Þar áttu menn að hlusta á lögreglukórinn syngja til ágóða fyrir fíkniefnadeildina sem finnur gras alla daga. Fréttin var studd tóndæmi sem gaf ekki sérleg fyrirheit um gæðakonsert.
Mér fannst yfirbragð lúið og lasið
á lögreglukórnum og fasið
allt á þann veg
að álykta ég
að reykt hafi greyin allt grasið.
Sjónvarpið reyndi að senda okkur niðrí húsgrunn Björgólfanna á hafnarbakkanum. Þar áttu menn að hlusta á lögreglukórinn syngja til ágóða fyrir fíkniefnadeildina sem finnur gras alla daga. Fréttin var studd tóndæmi sem gaf ekki sérleg fyrirheit um gæðakonsert.
Mér fannst yfirbragð lúið og lasið
á lögreglukórnum og fasið
allt á þann veg
að álykta ég
að reykt hafi greyin allt grasið.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.