Æ sér gjöf til gjalda

Það er gott að fara í langt páskafrí og gaman eyða því fjarri Fróni.  Og það jafnvel þó að gengið sé slíkt að hvítvínsglas á búllu suður í höfum sé jafndýrt og það var á miðbæjarkránni 101 í miðju góðærinu (að ekki sé talað um verðlag á expressóbolla).  

Heimkomin fyllist maður ógeði á því hvernig allt er samflækt; FL-group (sem samkvæmt skilgreiningu var Baugsfyrirtæki) var helsti styrktaraðili Sjálfstæðisflokksins og það án skuldbindinga.  Hingað til hefur manni skilist á Mogganum að málshátturinn "Æ sér gjöf til gjalda" hafi verið fundinn upp hjá Baugi.

Til að bjarga málum hefur skuldinni verið skellt á Geir sem "axlar ábyrgð" einn, enda aðrir enn í framboði.  Sennilega verður þó Guðlaugur Þór að pakka saman einhvern næstu daga - en hann mun hafa verið duglegastur allra við sníkjurnar.

Gráðugur reyndist hann Gulli Þór
og galvaskur krækti í framlög stór.
Í flórnum nú stendur
með forugar hendur
og fálmar við allskonar yfirklór.

En flokkurinn fékk líka aura frá Landsbanka þar sem menn vildu ekki vera minni menn og kröfðust þess að
að "matcha" framlagið frá FL-group.  Þetta voru góðir tímar....

H
ér áður fyrr voru örlög góð
íhaldsmönnum hjá vorri þjóð.
Svo næðu þeir sigri
lét Sigurjón digri
þrjátíu millur í þeirra sjóð.

En vonandi er nógu stutt til kosninga til að þetta gleymist ekki:

Þeir halda sig klóka og klára;
að kross muni landsmenn þeim pára:
En klefanum í
þeim fólk gefi frí
til fjögurra komandi ára.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband