20.4.2009 | 22:42
AHA!
Síðustu daga hafa birst auglýsingar í blöðunum þar sem "Áhugamenn um endureisn Íslands" mótmæla þeirri ósvinnu að auka megi skatta hátekjufólks. Samkvæmt þeirra útreikningum verða þeir sem hafa milljón á mánuði að láta þrjátíu þúsund krónum meira en áður renna í sameinginlega sjóði. Svari nú hver fyrir sig en mér finnst það nú engin goðgá?
Þeir heimilin vernda frá voða og raun
en víst er af málinu leggur daun
ef álögur má
ekki auka á þá
sem eru með milljón í mánaðarlaun.
Auðvitað á að hækka skatta þeirra sem þéna mest - en ekki hvað?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.