26.4.2009 | 23:08
Tapsárir og fattlausir.
Þá er búið að kjósa og þjóðin sagði skýrt að hún vildi inn í Evrópusambandið. Þetta fatta allir nema Steingrímur Sigfússon. Reyndar fattar hann það líka en er nú samt að reyna að þenja sig smá áður en hann tekur sönsum. Í sjónvarpsumræðum í kvöld sagði hann eitthvað á þá leið að það væri bara "elítan" sem vildi inn í ESB - ekki þjóðin. Merkilegt þegar yfir helmingur þjóðarinnar gaf atkvæði sitt þeim flokkum sem hafa ESB inngöngu á stefnuskrá sinni.
Er Steingrímur úti að aka
eða yfir sig búinn að vaka?
Nú elítu kalla
vill kjósendur alla
og mark vill sem minnst á þeim taka.
En hann áttar sig vonandi í fyrramálið.
Björn Bjarnason er ekki lengur þingmaður. Hann mun því hafa góðan tíma til að blogga á næstunni - sér í lagi þar sem hans menn ráða ekki yfir kjötkötlunum lengur og geta því hvorki gert hann að bankastjóra né sendiherra. Hann bloggar í dag um hrun Sjálfstæðisflokksins og skammast yfir því að á Morgunblaðinu hafi verið skrifað í neikvæðum tón um flokkinn. Þar vitnara hann m.a. í Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem mun hafa skrifað að flokkurinn yrði að "láta af fýluköstum" sem hún ætti nú að þekkja - alltaf í fýlu sjálf.
Hjá Birni er á blogginu spenna,
hann bálreiður heldur á penna:
Skaðinn í gær
nú skýringu fær;
hann er Kolbrúnu Bergþórs að kenna.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sæl nafna.
Ég verð að vera ósammála þér þarna. Ég krossaði við S en það er ekki þar með sagt að ég hafi gert upp hug minn varðandi ESB. En ég vil svo sannarlega að málið verði kannað til hlýtar. Aldrei að segja já eða nei við einhverju sem maður ekki veit almennilega hvað er.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.4.2009 kl. 23:12
Hafi þjóðin verið svona eindregin í vilja til að ganga til viðræðna hvernig stendur þá á því að samfylkingin náði ekki meira fylgi en þeir hafa verið með síðustu ár? reyndar minna en árið 2003.
Þetta gerist þrátt fyrir að sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útreið. Hvernig er hægt að álykta að samfylkingin hafi verið sigurvegari kosningana þegar VG bætti við sig verulegu fylgi og framsókn einnig.
Reyndar má alveg ganga til viðræðna af þeim forsendum sem framsókn leggur upp með en miðað við hvernig samfylkingin lætur mætti ætla að til brussel skuli haldið sama hvað það kostar.
Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:15
Þið eruð að slíta þetta allt úr samhengi, ESB umræða fyrir fólkið í landinu, hefur ekkert átt sig stað og obbi þjóðarinnar veit ekkert um ESB. Það var ekkert verið að kjósa um ESB heldur nýja ríkisstjórn og það tókst sem betur fer. Ég skil ekki alveg lengur Samfylkinguna, hún telur sig mesta, besta og stærsta stjórnmála aflið og hún telur sig hafa lýðræðið í sínum höndum. Ég vil faglega og fræðandi umræðu um ESB því fyrst þá getur þjóðin ákveður hvort við forum í aðild eða ekki. Ef það verður niðurstaða um aðild gerum við það, svo þarf þjóðin að samþykkja hvort við göngum inn eða ekki þegar uppleggið er tilbúið frá þeim.Miðað við umræðu Samfylkingarfólks í dag finnst mér eins og þau haldi að Íslendingar geti stormað til Belgiu og sett sitt fram fengið bót mála sinna og ekki fórnað neinu.Þetta finnst mér full einfalt og held mér við mína skoðun. Mér finnst eins og fleiri flokkar séu sömu skoðunnar t.d VG,Borgarahreyfingin og sjálfstæðisflokkur ég held að framsókn hafi verið með sviðpaða umræðu um ESB. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill fara í viðræður strax, ég get ekki svarað hvort það sé rétt eða rangt, því ég veit akkurat ekkert hvað fellst í því og örugglega einhverjir aðrir.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 27.4.2009 kl. 00:08
Heyr þú býrð þú á Íslandi ??? Þú getur flutts búferlum nú á fardögum erlendis en ég ætla að búa áfram í mínu landi sem mínir forfeður hafa átt frá alda öðli. Þið ESB sinnar hafið ekki neina virðingu fyri land og þjóð.
Valdimar Samúelsson, 27.4.2009 kl. 10:23
Úps - gaman að fá viðbrögð. Takk fyrir það.
Auðvitað vil ég ekki - ekkert frekar en þið hin að við göngum í ESB án þess að vita hvað það hefur í för með sér. Ég held samt að slíkar upplýsingar fáist ekki nema í aðildarviðræðum og vona að þær verði hafnar sem fyrst. Svo á þjóðin að sjálfsögðu að kjósa um málið þegar þar að kemur.
Jóna Guðmundsdóttir, 27.4.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.