5.5.2009 | 23:46
Gjaldþrota
Blöðin í dag voru full af fréttum um gjaldþrota auðmenn. Magnús Þorsteinsson flýði til Rússlands - fór með lögheimili sitt þangað um daginn. Sjálfsagt í von um að koma undan hluta af feng sínum. Björgólfur barmar sér í blöðum dagsins og segist ekki einu sinni vera viss um að halda húsinu. Hann er þar með á báti með mörg hundruð öðrum landsmönnum sem fóru illa út úr hruninu og varla meiri vorkunn en þeim.
Hann Mangi er farinn í fússi
og fjármála- hættur er stússi.
Til Moskvu hann fór
og þar biður um bjór
á barnum sem hver annar Rússi.
En hann á kannski möguleika að kaupa sig inn í framleiðsluna að nýju?
Björgólf nú segja þeir blankann
en ég býst við þeir ná ekki að hankann:
Hann öllu' hefur eytt
og á ekki neitt
hvorki einbýlishúsið né bankann.
Hann Mangi er farinn í fússi
og fjármála- hættur er stússi.
Til Moskvu hann fór
og þar biður um bjór
á barnum sem hver annar Rússi.
En hann á kannski möguleika að kaupa sig inn í framleiðsluna að nýju?
Björgólf nú segja þeir blankann
en ég býst við þeir ná ekki að hankann:
Hann öllu' hefur eytt
og á ekki neitt
hvorki einbýlishúsið né bankann.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1506
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.