25.5.2009 | 22:13
Nýtt met í limruleti
Þetta er lengsta limrustopp sem ég hef tekið síðan ég byrjaði. Afsökun er helst sú að það hefur verið mikið að gera í vinnunni - en ástæðan er samt heldur leti. Ég er þó sem betur fer ekki jafnlöt á öllum vígstöðvum og nú stefni ég á fjallgöngu.
Þó hrjái mig limruleti
ligg ég samt ekki í fleti:
Nei langt í því frá
nú mig langar að sjá
hvort tölt upp á tindinn ég geti.
Með vöskum konum og köllum
ég kemst fram hjá hindrunum öllum.
Og næ eftir dúk
og disk upp á hnjúk
og dauðþreytt svo kem ég af fjöllum.
Eða kannski kemst ég ekki alla leið - ég er alltaf að frétta af fólki sem þarf að snúa við og það gæti svo sem eins átt eftir að henda mig.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.