29.12.2006 | 16:49
Sameinaðir að lokum?
Ég er ákveðin að reyna að semja limru á dag á komandi ári. Ég komst upp á bragðið í haust er ég setti mér þetta mark og stóð við það í þá þrjá mánuði sem ég var í Canberra við leik og störf. Reyndar mun ég nú ég nú sjálfsagt hafa meira að gera á nýju ári en þetta er svo ágæt heilaleikfimi að ég læt á þetta reyna.
Þetta bloggumhverfi sem Mogginn býður upp á er nýtt fyrir mér og ég er ekki alveg með á nótunum ennþá. Ég skil til dæmis ekki hvers vegna ég er með færsluflokk sem heitir enski boltinn og enn síður hvernig ég á að losa mig við þennan flokk. Ef það gengur ekki verð ég sennilega að fara að setja mig inn í boltann til að standa undir væntingum Moggans.
Í morgun vaknaði ég upp við umræður um hvort Saddam yrði tekinn af lífi fyrir eða eftir helgi. Mér er meinilla við allar aftökur - þessa líka - og skil ekki afhverju er ekki hægt að leyfa honum að rotna í rólegheitum í einhverri dýflissu þarna niðurfrá. En það er nú reyndar svo margt sem ég ekki skil. En þetta varð kveikjan að limru dagsins.
Hann hefur vart hugsað til endaer til Helvítis ætlar að senda
grályndan Huss-
ein galvaskur Bush
að þar sjálfur mun líklegast lenda
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.