Tilraun tvö

Ég er ekki alveg komin í samband við þetta bloggumhverfi - sem er við fyrstu sýn nokkuð ólíkt því sem ég notaði þegar ég bloggaði frá Ástralíu http://www.jonagudmundsdottir.blogspot.com en þetta lærist sjálfsagt eins og annað.  Ég er búin að gera enn aðra tilraun til að eyða enska boltanum úr flokkayfirliti mínu en veit ekki hvort það hefur tekist enn.

Ég er hinsvegar búin að nota morguninn til að hlaupa 13 km. í góðum kvennahópi (mjög litlum, þrjár fyrir utan mig) en einhverjar af hlaupavinkonum mínum gætu hafa verið að spara sig fyrir áramótahlaup ÍR sem er á morgun.  Veðrið var frábært og ekkert sem jafnast á við svona morgunhlaup í skammdeginu.

Í fréttum síðustu daga  hefur verið sagt frá geisladiski með Bjögga Halldórs sem Álverið í Straumsvík sendi inn á hvert heimili í Hafnarfirði til að liðka fyrir hugmyndum um stækkun .  Mér fannst góð hugmynd að skila diskunum eins einhverjir gerðu en samt er nú alltaf gaman að fá nýjan disk í spilarann - jafnvel þó að það sé bara Bjöggi sem ég hef ekki haldið upp á síðan ég var fjórtán.  En ég hefið nú sennilega kallað þetta mútur ef ég hefði fengið svona sendingu.

Mútur í Firðinum?


Ég veit að ég mikils hef misst
af menningarauka og list
að fá ekki Bó
sem um bréflúgur fló
á kostnað Rannveigar Rist.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

100% sammála um að þetta er múta.

Bloggið á Mbl er mikið flottara... allavegana mitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.12.2006 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband