Bloggraunir

Nú fer ég að kannast við mig.  Búin að skrifa heila bloggfærslu þegar allt týndist.  Vill til að ég hef sett mér að skrifa aldrei nema nokkrar línur og eina limru.  Reyndar eru þær þó tvær í dag en það er undantekning.  Geri aðra tilraun að koma þessu frá mér:

Í fréttum í gær var sagt frá því að áramótaþátturinn á Stöð 2, kryddsíldin (prentsmiðjudanska eða blaðamannaþýðing á danska orðinu krydsild) hafi þetta árið verið kostaður af Alcan.  Allir þátttakendur hafa lýst yfir skömm sinni á slíku og komu alveg af fjöllum því hingað til mun þátturinn hafa verið kostaður af kryddsíldarframleiðandanum Ora.  Nú veit ég ekki hvort matur er borinn fram í þessum þáttum (kannski síld?) en ég er viss um að allir þátttakendur hafa heyrt að "there is no such thing as a free lunch"


Síst er það sannleikur nýr

og setningin um það er skýr,

(þótt sumir því gleymi):

“Í gjörvöllum heimi

fæst enginn málsverður frír”


En sennilega finnst þeim Ora skömminni skárri en Alcan ef dæma má af viðbrögðunum hjá Steingrími og Ingibjörgu Sólrúnu:


Grímsi er fölur og fár

og fúl er hún Imba og sár:

Þau segjast í losti

að síldina kosti

ekki Ora sem umliðin ár.


Auðvitað eiga pólitískir umræðuþættir að ekki að vera í boði fyrirtækja eða hagsmunaaðila - eru ekki afnotagjöld á þessari stöð sem staðið geta undir kostnaði við þætti af þessu tagi?

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hef raunvörulega enga skoðun... en það er svona almenn kurteisi að segja allavegana kvitt, þegar maður kemur í heimsókn Svo ég geri það... Vá! Ég hefði kannski bara getað skrifað kvitt. Næst skrifa ég bara kvitt...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.1.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband