3.1.2007 | 20:55
Hófdrykkjufréttir
Í dag birti Mogginn frétt um að hófdrykkja gæti dregið úr hættu af völdum háþrýstings. Þessi frétt er auðvitað eins og allar fréttir úr heimi læknisfræðinnar studd tölum; hér var sagt að 11711 karlmenn hefðu tekið þátt í rannsókninni. Ég spyr hvar voru konurnar? Er hófdrykkja ekkert fyrir þær eða voru þær bara í því að þvo upp glösin eftir þessa tólf þúsund kalla?
Limra dagsin gerir nú samt ráð fyrir að þessar niðurstöður eigi við bæði kyn:
Skelfing sem lund mín varð létt
er las ég í Mogganum frétt:
Hjartveikum fækkar
og háþrýsting lækkar,
hófdrykkja' ef stunduð er rétt.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.