4.1.2007 | 22:03
Úps!
Vaknaði í morgun og staulaðist út eftir Mogganum. Las hann frá orði til orðs eins og heyrir til þegar maður er áskrifandi - þannig fær maður mest fyrir peningana. Komin inn í mitt blað sá ég mér til undrunar að vísnaþáttur dagsins reyndist vera með limrum eftir sjálfa mig. Eins gott að súrmjólk getur ekki staðið í manni!
Ég hef nú lítil viðbrögð fengið. Tveir vinnufélagar höfðu lesið Moggann nógu vel til að reka augun í þetta og síðan hef ég bent fjölskyldunni á upphefð mína og fengið góðar undirtektir. En annars held ég bara mínu striki og held áfram að smíða limrur...
Í dag var frétt í Mogganum um glæsimeyjuna Paris Hilton sem kveðst hafa fengið sig fullsadda af karlmönnum og sofa með apa í rúminu til að vera ekki ein. Samkvæmt öðrum fréttum sem hafa birst af þessu kvendi er það fullkomlega eðlilegt að hún skuli sofa hjá apa. Sækjast sér um líkir - ekki satt?
Moggin frá gáleysi og glöpum,
greinir, jafnt sigrum sem töpum
Hilton, en frétt
ég fyrst teldi' ef rétt
væri' að svæfi hjá öðrum en öpum.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.