Úps!

Vaknaði í morgun og staulaðist út eftir Mogganum.  Las hann frá orði til orðs eins og heyrir til þegar maður er áskrifandi - þannig fær maður mest fyrir peningana.  Komin inn í mitt blað sá ég mér til undrunar að vísnaþáttur dagsins reyndist vera með limrum eftir sjálfa mig.  Eins gott að súrmjólk getur ekki staðið í manni! 

Ég hef nú lítil viðbrögð fengið.  Tveir vinnufélagar höfðu lesið Moggann nógu vel til að reka augun í þetta og síðan hef ég bent fjölskyldunni á upphefð mína og fengið góðar undirtektir.  En annars held ég bara mínu striki og held áfram að smíða limrur...

Í dag var frétt í Mogganum um glæsimeyjuna Paris Hilton sem kveðst hafa fengið sig fullsadda af karlmönnum og sofa með apa í rúminu til að vera ekki ein.  Samkvæmt öðrum fréttum sem hafa birst af þessu kvendi er það fullkomlega eðlilegt að hún skuli sofa hjá apa.  Sækjast sér um líkir - ekki satt?

Moggin frá gáleysi og glöpum,
greinir, jafnt sigrum sem töpum
Hilton, en frétt
ég fyrst teldi' ef rétt
væri' að svæfi hjá öðrum en öpum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband