Ellismellur

Ellismellur?  Ég?  Já kannski líka en ég kemst þó ekki með tærnar þar sem prestur nokkur frá Nígeríu hefur hælana.  Hann er 107 ára gamall og var að kvænast þrítugri konu hér um daginn.  Hann segir skv. Mogganum:  „Drottinn er styrkur minn. Ég er mjög sterkur og fullur af orku.“

Presturinn verður í vanda
er hjá vífinu þarf sig að standa

en treystir þó á

honum takist að fá

aðstoð frá heilögum anda.


Ég er alveg viss um að þetta á allt eftir að fara vel hjá þeim nýgiftu og vonandi að við þurfum ekki að lesa skilnaðarfréttir um páskana.  Það er alveg nógu niðurdrepandi að lesa skilaðarfréttir Magna í blöðum þessa dagana.  Hann segir að í Fréttablaðinu að allt tal um samband sitt við Dilönu sé ekki svaravert en það kemur víst ekki í veg fyrir að sögurnar blómstri á spjallsíðunum.  Dilönu  kalla ég að sjálfsögðu Diljá uppá Íslensku.


Vafningalaust ég vil fá

að vita og ef til vill skil þá

því ekki þagna

þeir sem að Magna

bendla við dömuna Diljá.


Nú verð ég að gera þá játningu að þetta fólk er mér reyndar ekkert mjög hugleikið - ég sá aldrei söngvakeppnina vinsælu sem þau tóku þátt og Dilana er fyrir mér bara nafn í Fréttablaðinu. En Magna hugsa ég að ég myndi ég þekkja á götu (nema að hann hafi rakað sig nýlega).....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband