Fréttamat

Fjölmiðlunum sem færa okkur fréttirnar er vandi á höndum.  Þeir sitja á miklu magni upplýsinga og verða auðvitað að velja hverju þeir vilja miðla til okkar og hverju þeir eiga að sleppa.  Oft tekst þeim vel upp en stundum er vitleysan sem þeir bera á borð fyrir okkur svo yfirgengileg að við fyllumst aumingjahrolli.  Þannig fór er ég las í annað skipti fréttina um að Helen Mirren, sem var aðalverðlaunahafinn á nýliðinni Óskarsverðlaunahátíð, hefði ekki verið í nærbuxum undir dragsíðum kjólnum.  Og hvað með það?  Hvers vegna í óskupunum er þetta frétt til að senda út yfir heimsbyggðina segi ég sem sit hér sokkalaus og skólaus?

Margoft er della og djók
í dagblöðum.  Steininn úr tók
þó er sögð var sú frétt
um að satt væri’ og rétt:
Sú er verðlaun fékk, var ekki’  í brók!

Sem orðskýring má fylgja með að orðið brók er norðlenska og getur allt eins átt við um dömulegar kvenmannsnærbuxur eins og svellþykkt föðurland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 1162

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband