Sumarmál

Sumarmál heita dagarnir frá í dag og fram á sumardaginn fyrsta.  Ţess vegna var ég í sumarskapi í dag og ţađ voru nágrannarnir líka.  Milli élja sást fólk ađ tína rusl, viđra börn og hunda og einn klippti tré međ hávćru verkfćri og kunni greinilega ađ beita ţví.

Ţeir voru  reyndar líka í sumarskapi hjá Samfylkingunni á föstudag ţegar Ingibjörg flutti stefnurćđu sína.  Undirtektir voru víst engu líkar og munu fulltrúar hafa klappađ henni lof í lófa í alls tuttugu og tvö skipti međan hún talađi. 
Ekki slćmt.

Ţó nokkuđ gert ađ ţví gys var
ađ á glćstri tölunni ris var:
En fyrr má nú vera
víst ţurfti’ ađ gera
rćđustopp tuttugu´og tvisvar.

Landsfundi í Laugardal lauk međ kosningu formanns.  Af nćr 2000 fulltrúum virđist ţó ekki nema helmingur hafa haft (eđa nýtt sér) kosningarétt ţví í formannskjöri kusu 906 samkvćmt mínum heimildum.  Geir kusu 95,8% en ţar međ hljóta ţau 4,2% sem uppá vantar ađ vilja einhvern annan sem formann. Prósentureikningur segir ţetta vera 38 villuráfandi sauđi. 

Um stađreyndir ţarf ekki’ ađ ţrátta
og ţetta var landsfundur sátta.
Sćtur er Geir
en samt eru ţeir
sem hann ţola ekki' ţrjátíu og átta.

Sćtur eđa ekki.  Kristinn H. Gunnarsson var ađ minnsta kosti heppinn ţegar hann slapp ómeiddur úr bílveltu í gćrkvöld á Steingrímsfjarđarheiđi.  Hvađ hann var ađ gera ţar veit ég ekki en giska á ađ hann hafi veriđ á atkvćđaveiđum.

Er Kristinn hann kagganum velti
kappinn var festur í belti
og ómeiddur slapp
sem er ótrúlegt happ
en atkvćđiđ hvarf, sem hann elti.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband