14.1.2008 | 21:05
Geðslegt
Við hálsmeini vissi hann vörnina
og vandlega undirbjó törnina:
Í bælið sér skellti
og búsinu hellti
beint upp í endagörnina.
![]() |
Banvænt sérrí í stólpípu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 23:08
Samráð enn og aftur
Sakleysi sagðist hann lýsa
og samkeppni lofa og prísa
en nú mun þó sannað
að samráðið bannað
var siður hjá Júró og Vísa.
Í Mbl í dag er sagt frá merkilegri heiðursnafnbót sem veitist eingöngu látnum. Þar er verið að verðlauna þá sem drápu sig af svo miklum kjánaskap að telja má landhreinsun að losna við viðkomandi. Grátt gaman vissulega og jaðrar við smekkleysu en það var heldur ekki sérlega smekkleg aðferð sem vinningshafinn beitti. Hann var með mein í hálsi og gat ekki drukkið áfengi og því tók hann þrjá lítra af Sérrý inn í gegnum stólpípu - ég legg ekki meira á ykkur, nema það að hann drapst að sjálfsögðu úr áfengiseitrun!
Við hálsmeini vissi hann vörnina
og vandlega undirbjó törnina
í bælið sér skellti
og búsinu hellti
beint upp í endagörnina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 23:16
Prósentur hér og þar
Hilary var að vonum sæl og nú er mest rætt hvort kjökrið og tárin um daginn hafi skilað árangri eða hvort ástæður séu einhverjar allt aðrar. Barack bar sig vel og boðaði áframhaldandi baráttu.
Kjósandinn kassa nú skilar í
kjörseðli og merkir hann Hilary
en Barack var brattur
bjartsýnn og fattur
og bardagann áfram hann til var í.
Þegar þetta var um garð gengið komu næstu tölur og þær voru úr Kauphöllinni. Lækkun verðbréfa í dag nam fimm til tíu prósentum og nú eru víst margir "stóreignamenn" teknir að naga neglur.
Af aurum menn breytast í apa
og allmargir glórunni tapa
en öllu mun verra
er auðæfin þverra
og endalaust bréfin þau hrapa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 23:39
Fremstur meðal jafningja
Í fjölmiðlum í dag var birtur rökstuðningur setts dómsmálaráðherra fyrir því að veita Þorsteini Davíðssyni embætti héraðsdómara. Ég heyrði ávæning af þessu í sjónvarpinu en las þetta svo á mbl.is. Það er sérlega áhugavert að hann skuli tala íslensku vel og að það hafi áhrif á hæfni hans sem héraðsdómara að hann sitji í nefnd sem úthlutar bókmenntaverðlaunum.
Mogginn hann trú um það taldi mér
að tunguna best hafi´ á valdi sér
Steini hinn fróði
gáfaði og góði
og því fráleitt í móinn ég maldi hér.
Hafi ég verið í vafa um réttmæti stöðuveitingarinnar sannfærðist ég. Það er helst að mig langi til að vita hvort hann kunni á gítar eða geti staðið á höndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2008 | 23:48
Grátgjörn?
Nú eru það kona og blökkumaður sem berjast um útnefningu og ég er bara mjög fegin að geta horft á úr fjarlægð. Mér finnst Obama flottur en Hilary er heldur ekki slæm og stóð sig nú vel í fjölmiðlafárinu þarna um árið. Hún virðist þó heldur eiga á brattann að sækja og það er nú hægt að tárast yfir öðru eins, en fréttir hermdu í dag að hún hefði tárast á kosningafundi.
Á virðist býsna margt bjáta
og bráðum hún undan mun láta
fyrir Obama
og er ekki sama
og því fór hún greyið að gráta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2008 | 00:11
Áramótaheit
Fyrir þá sem eru búnir að setja sér það áramótaheit að stunda íþróttir af krafti er gaman að heyra að Magnús Scheving íþróttaálfur í Latabæ er meðal ríkustu manna heims. Hann mun eiga að koma fram í þáttaröð sem er gerð af Norðmönnum og á að fjalla um 32 milljarðamæringa undir heitinu "Verdens rikeste menn".
Af letinni bráðum ég bata næ
og í blaðinu af því ég pata fæ
að íþróttir bæti
auðgi og kæti
Magnús og lið hans í Latabæ.
Nú er bara að taka á því í ræktinni og bæta heilsunna - ég veit ekki með fjárhaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 01:00
May the best man win
Stöðuveitingar hafa verið til umræðu hér á klakanum síðustu daga. Margir vildu stýra orkumálum landsins og eru skiptar skoðanir um veitingu þess embættis. Ég sé nú ekki betur en mjög hæfur maður hafi verið ráðinn, og sennilega sá hæfasti, en ekki mun þó hafa skemmt fyrir honum að eiga vini á æðstu stöðum.
Bak- mun víst sterkan hafa hjarl
þessi hæfi og menntaði sænski jarl:
Það var gefið í skyn
að Guðni að vin
ætti hinn trygglynda Einar Karl.
Staða forseta er víðar eftirsótt en í Kenýa. Nú eru hafnar forkosningar í USA og þar fór Hilary Clinton halloka fyrir Obama í fyrstu tilraun hvað sem verður.
Sjálfsagt er fjölmörgum sama
en samt er það rosalegt drama
sem aumingja Hilary
alls ekki skilur í:
Hún var sigruð af Barak O-Bama.
Konugreyið - ekki getur hún kært til jafnréttisráðs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2008 | 22:53
Ekkifréttir
Ég spái hann með okkur spili
þó spennandi hljómi í bili.
Eftir heilögum gral
grafa nú skal
gárungi nokkur á Kili.
Það má segja sveitastjóra Hrunamanna Ísólfi Gylfa, til hróss að hann virtist ekki leggja mikinn trúnað á bullið og sýnir það að Framsóknarmönnum er þrátt fyrir allt ekki alls varnað.
Fleiri furðufréttir urðu á vegi mínum í dag. Eða hvað er hægt að segja annað um þetta:
"Stórar nærbuxur hafa að líkindum komið í veg fyrir að heimili breskrar fjölskyldu yrði eldi að bráð þegar þegar þær voru notaðar til að slökkva eld sem blossaði upp á steikarpönnu í eldhúsinu á sunnudaginn".
Síðar í fréttinni kemur fram að nærbuxurnar voru í stærð XXL og fengust í Marks & Spencer.
Skemmtilegt þetta skens er
en skiljanlega þó tens er
frúin sem klók
fórnaði brók
sem fékk hún í Marks og Spencer.
Til að toppa vitleysuna þá vitnar Mogginn í breskt blað sem aftur hefur það eftir söngkonunni Björk Guðmundsdóttur að hún, eins og allir aðrir Íslendingar drekki heilan lítra af óblönduðum vodka á hverju föstudagskvöldi. Þarna er henni nú heldur betur farið að förlast eða þá er ekki rétt eftir henni haft.
Hún Björk hún er kúl bæði og klók
en klárlega er þetta djók
því rétt eins og við
veit hún þann sið
að vodka skal blanda í kók.
Bloggar | Breytt 3.1.2008 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 23:55
Gleðilegt nýtt ár
Sumir eru frávita af fögnuði:
Þjóðin öll fregninni fagnar
og framboðshjalið nú þagnar.
Í slaginn er klár
aftur í ár
Ólafur forseti Ragnar.
En aðrir vilja hann í burtu og það sem fyrst:
Þjóð ekki fregninni fagnar
og framboðið tal þeirra magnar
sem alls ekki dylja
einbeittan vilja
Ólaf að rassskella Ragnar.
Sjálf sendi ég bara mínar bestu nýjársólkir þessum örfáu hræðum sem villast hér inn af og til - takk fyrir árið sem er að líða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2007 | 00:07
Bull í beinni.
Sjónvarpsáhorf mitt er nokkuð mikið þessa dagana. Ég var meira að segja farin að horfa á Silfur Egils í dag - í fyrsta skipti á ævinni held ég. Ég hélt nú ekki lengi út, ég hætti þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir var búin að böðla út úr að það væri sko ekki klofningur í Sjálfstæðirflokknum; það mætti gleggst sjá á þeirri staðreynd að sex borgarsjórnarfulltrúarnir (hér skildist mér að hún ætti við þá sem rottuðu sig saman á móti Villa í haust) hefðu komið úr báðum örmum flokksins!
Hún seinheppin laus er við sjarma
og sífrandi fer sér að barma:
Ég klárlega ekki
klofning neinn þekki
þó flokkurinn eigi sér arma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar