29.12.2007 | 23:19
Viðbúin, tilbúin, nú.
Nú ljóst er að veislunni vart í
verð ég, þó tilbúin start- í
-holunum væri
ef fengi ég færi
á að glansa í Glitnispartý.
En nú er að harðna á dalnum í bankageiranum og í ár verður ekkert áramótapartý og ég og skórnir verðum bara heima, alveg eins og í fyrra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2007 | 00:22
Íþróttamenn og -konur
Ég hafði nú ekki háar hugmyndir og átti einna helst von á að Eiður Smári yrði fyrir valinu, svona eins og venjulega, nú eða þá einhver handboltastrákur. En svei mér þá - það var kona sem hlaut nafnbótina í þetta skipti og ekki nóg með það, heldur var kona í þriðja sætinu líka.
Þá fréttamenn kalla ég klára
sem kusu ekki Eið lengur Smára:
Nú fór það svona
að kosin var kona
og hún Margrét var lukkuleg Lára.
Henni hefur greinilega farið fram frá því í haust...
Í blöðunum í dag var sagt frá því að þrjár konur hefðu fallið í öngvit á útsölu í versluninni Next. Þar mun þó ekki hafa verið um að ræða útibú Next í Kringlunni í Reykjavík heldur höfuðstöðvarnar í London. Ég geri samt fyllilega ráð fyrir því að minnsta kosti ein af þessum þremur hafi verið íslensk því Íslendingar eru varla hættir að fara í verslunarferðir þó að blessuð jólin séu komin og farin.
Á útsölum ýmislegt bregst
það augljósast er og gleggst
er yfirlið þrjár
máttu þola í ár
í þrengslum og troðningi í Next.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2007 | 00:37
Álfasögur
Í skartklæðum úti við skjálfum
til skemmtunar útlendum bjálfum
sem skrifa svo heim
um skemmtilegt geim
og ruglast á okkur og álfum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 02:27
Jóladagspæling
Hann Davíð er lipur og laginn
og ljóst að allt gengur í haginn:
Aftur sem fyrr
útvarpið spyr
hann álits á jóladaginn.
Útvarpið spurði biskupinn hinsvegar einskis en Mogginn hafði eftir honum að hann væri að hugleiða hlutskipti Jósefs þessa dagana undir fyrirsögninni "Mér er hann Jósef eitthvað svo hugstæður í seinni tíð".
Ég verð nú að segja að ég er nú ánægð með að herra Karl skuli ekki líta stærra á sig en sem svo að vera að velta fyrir sér þessum statista jólaguðspjallsins sem ég tel reyndar að bæði hann og aðrir mættu fullsæmdir af að líkjast.
Í myrkrinu litið ég ljós hef
og ljóst er að teldi ég hrós ef
svipmótið bæri
og svipaður væri
jarðneska föðurnum Jósef.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2007 | 22:23
Stöðumál
Hann Davíð lét eftir sig arf
og áfram að kljást við hann þarf.
Núna menn reyna
að ráðstafa Steina
og redda um þægilegt starf.
Eins gott að strákurinn sé ekki bílveikur - hann á eftir að eyða miklum tíma í bíl uppi á heiðum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2007 | 08:00
Kjarnakonur?
Á Imbu er bullandi blúss
en barningur líka og stúss:
Hróðurinn jókst
er henni loks tókst
að beygja Cheeney og Bush.
Önnur kona í fréttum er Marta litla Lovísa Noregsprinsessa. Já það er sú sama sem komst í blöðin um daginn fyrir að auglýsa námskeið í því hvernig maður talar við engla. Nú eru það "erótískar smásögur" sem hún les fyrir karlaklúbba - eða kannski líka konur - ég er ekki alveg viss: Þetta gerir hún fyrir borgun og mun kvöldið kosta allt að 30 þúsund norskum krónum ef marka skal Moggann í gær.
Það finnst mörgum prinsessan fögur;
samt frekar þunnhærð og mögur:
En þessi rengla
sem ræðir við engla
nú klám- les á kvöldin upp sögur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 23:50
Útrás hverra?
Í svefnrofunum í morgun heyrði ég Friðrik Sófusson reyna að sannfæra Sjálfstæðismenn um að það væri allt annað mál þegar fyrirtæki í almannaeigu færi í útrás ef það héti Landsvirkjun heldur en ef það héti Orkuveita. Geir fékk svo orðið í kvöld og sagði fulla sátt í flokknum um þessa útrás.
Frábært. Gaman væri samt að heyra álit Hönnu Birnu og Gísla Marteins og annarra borgarstjórnarfulltrúa þessa sama Sjálfstæðisflokks, sem ekki máttu vamm sitt vita þegar Villi og Bjössi vildu í útrás. Það verður spenndi að fylgjast með þessu næstu daga.
Fyrir dyrum hér vístnokkur vá er
og veit ég að allmörgum brá er
fálkarnir tveir
Friðrik og Geir
okkur fræddu um Landsvirkjun Power.
Kannski að þeir bjóði Bjarna Ármannssyni vinnu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 22:30
Af fjarlægum slóðum.
Áberandi í fréttum síðasta sólarhringinn eru fundarhöld á Balí. Þeim lauk í gærmorgun eftir vökur og átök. Góðu fréttirnar eru að allir eru sammála um að eitthvað verði að gera til að sporna við breytingum loftslags á jörðinni en slæmu fréttirnar eru að ekki var hægt að koma sér saman um tímasetningar.
Það er ljóst að menn lítt eiga val í
loftslagsmálum og skal í
taumana fljótt
taka en ljótt
að þeir tímamörk settu ekki á Balí..
Samkomulagið er þó skref í rétta átt og vonandi að fleiri skref verði tekin í framhaldinu.
Ef við förum svo frá Balí og enn lengra austur endum við í Ástralíu. Þar lá við stórslysi þegar hákarl beit mann á Bondi-ströndinni í Sydney. Sá var úti að synda í myrkri sem er víst ekki góð latína og mátti því sjálfum sér um kenna. Samkvæmt stuttri fréttinni heldur hann þó bæði lífi og limum og hákarlinn líka - þrátt fyrir að sundmaðurinn hefði barið hann "á snoppuna". Dýrafrræðiþekking mín nær lítt til hákarla en einhvernvegin hélt ég samt ekki að þeir væru með snoppu?
Það var maður í myrkri að synda
og mátti það sáttur við lynda
að hákarlinn vondi
beit hann á Bondi
og hann síðan á sárt um að binda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2007 | 23:31
Skór í glugga
Ég atast hef aldeilis nóg
og ætla að komast í ró
og nú væri flott
ef gæfi mér gott
Potta skefill í skó.
Eiginlega vildi ég samt frekar fá skó en að fá í skó. Maður á aldrei of mikið af góðum skóm!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 00:09
Endalok
"Eldur kviknaði í konu er hún lá á skurðarborðinu á sjúkrahúsi í Stokkhólmi. Verið var að skera konuna upp fyrir gyllinæð og einnig átti að fjarlægja húðbreytingar á annarri rasskinninni. Uppskurðurinn endaði með því að konan hlaut brunasár á sitjandanum."
Á sjúkling tók svefnmók að renna
- það mun svæfingalækni að kenna-
en mókinu lauk;
úr lakinu rauk
og botninn var tekinn að brenna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar