13.10.2007 | 00:44
Spákona?
Í fyrradag spáði ég Svandísi borgarstjórastóli og í gær varð hún - ja kannski ekki borgarstjóri en að minnsta kosti varaborgarstjóri. Ekki slæmt. Og það er flott að Dagur Eggertsson eigi að taka við af Villa. Sem reyndar er nú hálfbrjóstumkennanlegur kallanginn - bæði andstæðingar og samherjar jafnfegnir að losna við gamla góða Villa.
Hann Villi er visinn og magur
og versnandi fer hans hagur:
Af störfum nú lætur
og stynur og grætur
en í stólinn hans setjast mun Dagur.
Svandís (mín kona) fór mikinn á fundi hjá VG í dag þar sem hún gerði að umtalsefni að þegar krakkarnir í borgarstjórnarmeirihlutanum ætluðu að fá hjálp við að steypa stjóranum þá fóru þeir í geitarhús að leita ullar: "sú ráðgjöf sýndi að Valhöll er getulaus þegar kemur að erfiðum málum" sagði Svandís sem lagt hefur áherslu á að málin séu öll uppi á borðinu og lætur ekki bjóða sér annað.
Nú skýrast víst sagan skal öll
(og skjótlega hylja mun dal mjöll):
En ljóst er um ráð
í lengd og í bráð
er lítils að spyrja í Valhöll.
En um leið og ég lýsi yfir ánægju minni með nýjan meirihluta og nýjan borgarstjóra þá verð ég að viðra áhyggjur mína af einlægni Framsóknarmannsins í hópnum. Vonandi að honum verði haldið í skefjum af félagshyggjufólkinu - og kannski smitast hann af því þegar hann er laus við flensuna sem mun hafa lagt hann í bælið núna.
Í samstarfi þröng mun á þingi
og þetta er allt fremur skringi-
legt samsuð og plott
en samt er þó gott
að í bælinu liggur Björn Ingi.
En ég vil nú ekki óska honum langvarandi veikinda .....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 22:48
Nokkrar staðreyndir
Í dag fleygði ég mér þegar ég var komin heim úr vinnunni, búin að borða hrökkbrauð og kveikja á útvarpinu. Ég vaknaði svo við beina útsendingu frá aukafundi borgarstjórnar með Svandísi Svavarsdóttur í ræðustól. Henni mæltist vel og ég tel einsýnt að sú kona eigi eftir að enda sem borgarstjóri. Betra fyrr en seinna.
Með viský er bestur í bland ís,
og bráðnar í munninum kandís
og er Villi á brott
víkur er flott
ef sæti hans fengi hún Svandís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 22:39
Lýs milda ljós
Mikið var gaman að fylgjast með Viðeyjarhátíð í kvöld þó það væri bara á sjónvarpsskjánum. Allir voru glaðir og hressir og bæði Ringo og Yoko bera aldurinn vel. Verst að Paul kom ekki.
Að sjálfsögðu dáist ég líka að framtakinu þó að svartsýnin geri reyndar vart við sig inn á milli.
Sú hugsun mér gefur grið ei
að gefi það heiminum frið ei
þó lýsi upp loft
lengi og oft
ljóssúla Yoko í Viðey
En súlan er flott í haustmyrkrinu og sést meira að segja út um eldhúsgluggann minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 22:27
Trúnaðarbrestur
Það er ljóst að þó að orðið vantraust sé ekki til í orðabók Sjálfstæðismanna þá luma þeir á ýmsum lítt notuðum orðum. Þannig viðurkenna þeir nú að "ákveðinn trúnaðarbrestur" hafi orðið í sínum flokki en virðast ætla að reyna að berja í brestina.
Eftir hörmulega frammistöðu borgarstjórans í sjónvarpinu í kvöld sýnist mér nú samt ekki ólíklegt að samflokksmenn hans sitji heima og upphugsi ráð til að losna við hann - að sjálfsögðu án þess að lýsa á hann vantrausti.
Nú trúnaðar- íhaldsmenn berja í brest
en búast má við því að fyrir rest
Villi hann fjúki
og frama hans ljúki
því ræfillin veðjaði' á rangan hest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 23:31
Hátíð í bæ
Það munaði litlu að aðalhátíð helgarinnar færi framhjá mér. Ja, reyndar missti ég af henni en var svo ljónheppinn að Mogginn vitnaði í bloggsíðu Framsóknarmannsins Birkis Jóns Jónssonar nú í kvöld. Þar segir hann frá 50 ára afmælishátíð ungra Framsóknarmanna í Keflavík. Um þá miklu hátíð segir hann:
Af mörgum góðum ræðum hélt varaþingmaður flokksins í kjördæminu, Helga Sigrún Harðardóttir, magnaða hugvekju ....... og fann ég meðal gesta að "fjallræða" hennar féll í mjög góðan jarðveg, svo vægt sé til orða tekið.
http://birkir.blog.is/blog/birkir/#entry-331303
Ekki slæm ræða það og vekur óhjákvæmilega væntingar um framhald á sömu nótum.....
Nú er fullvíst að Framsókn batni
því fjallræðu hélt af natni
framsóknarkona
og flestir nú vona
að fljótlega gangi hún á vatni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2007 | 00:49
Klúður
Orkuveita enn og aftur - þetta er nú meira ruglið...
Orkuveitunnar eru mál
ofviða skilningi minni sál
en eitt þó ég skil
að aumingja Vil-
hjálmur stefnir í hneykslismál.
Þetta er auðvitað eitt allsherjar klúður og ömurlegt að fylgjast með íhaldinu. Þar á bæ er bannað að segja "vantraust" en það var heldur ömurlegt þegar Vífill sagðist spenntur fyrir því hvað kæmi út úr lögfræðingum Svandísar Svavarsdóttur. Hún er reyndar eini borgarfulltrúinn sem kemur vel út úr þessum málum öllum: Aðrir eru bara að skara eld að eigin köku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2007 | 22:51
Tilhugalíf á öllum vígstöðvum
Hverrar mínútu Marta hún naut
frá miðnætti, er hitti hún Gaut,
þar til búið var geim
og hann bauð henni heim;
hvar hann fagnandi féll henni í skaut.
Það er eiginlega ekki hægt að yrkja um OR - þetta er þvílíkt bull að það tekur ekki tali. En hér sannast sem fyrr að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Hjá O R er frekja og flækja,
frumskógur pretta og klækja.
Því vildu nú menn
að væri þar enn
Alfreð og risarækja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 23:13
Úti er gott en heima er best
Þetta er lifandi og litrík hjörð
en líklegt er ekki að þessir vörð
um hagsmuni standi
lýðs útá landi
eða lítil pláss eins og Siglufjörð.
Þetta var nú svona mest fólk af höfuðborgarsvæðinu og örugglega ekki allt jafnáhugasamt um málið.
Svo var það sameiningin mikla - orkufyrirtækin sem eru á leið í útrás féllu í eina sæng í dag. Blaðamannafundur var boðaður og hugsanlega var þar bara orkudrykkur - ekkert kampavín en þar hefur vafalaust verið glatt á hjalla.
Það verður kæti og kampavín
er kynna þeir hugðarefni sín:
Til annarra landa
að útrás nú standa
Reykjavík Invest og Geysir Green.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 19:31
Ammæli???
Ég ímynda mér að fjörið flytji sig svo þegar líður á nótt í eitthvað af gleðihúsum Kópavogsbæjar - þetta er jú gleðimaður og ekki nema sextugur.
Þar gefst hól um hann Gunnar að heyra
húrrahróp, ræður og fleira.
Þá ætla ég margt í
ef miðnæturpartý
á Goldfinger verður hjá Geira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 23:29
Leti og ómennska
Nei reyndar ekki alveg. Nú er komið að því að ég reyni að taka út af hlaupareikningnum sem ég hef verið að safna inn á síðustu vikur og mánuði.
Mig ótrauð á orkudrykk staupa
og án þess að vilji ég raupa:
Bloggfrí nú er
til Berlínar fer
og maraþon mun ég þar hlaupa.
Og þá er bara að vona að ég komist alla leið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar